Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 02. nóvember 2022 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ungur markvörður settur út í kuldann hjá enska landsliðinu
Hannah Hampton.
Hannah Hampton.
Mynd: Getty Images
Það hefur vakið athygli á Bretlandseyjum að markvörðurinn Hannah Hampton sé ekki búin að vera í landsliðshópi Englands síðan Evrópumótinu lauk.

Nýr landsliðshópur var tilkynntur fyrir tvo vináttulandsleiki í nóvember. Hampton var ekki þar á blaði sem ein af þremur markvörðum liðsins.

Hampton var ein tveggja varamarkvarða Englands þegar liðið fór alla leið á EM í sumar.

Hún hefur hins vegar ekki verið í hópnum síðan þá og fjallar Guardian um það að ólíklegt sé að hún verði valin aftur í hópinn á meðan Sarina Wiegman er enn þjálfari liðsins.

Wiegman er ósátt við hugarfar hennar og hegðun, og heldur áfram að velja hana ekki.

Það virðist vera sama vandamál hjá landsliði og félagsliði hjá þessum unga markverði. Hún spilaði ekki síðasta leik hjá Aston Villa og var henni sagt að halda sig heima, fjarri hópnum. Hún mætti samt sem áður á völlinn, óhlýðnaðist fyrirmælum þjálfarans.

Hampton, sem er 21 árs, á að baki tvo A-landsleiki fyrir England.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner