
Viktor Jónsson, framherji ÍA, framlengdi í dag samning sinn við félagið til 2024, en þetta kemur fram í tilkynningu frá Skagamönnum.
Framherjinn gekk í raðir ÍA árið 2019 og hefur síðan skorað 16 mörk í 61 leik.
Hann var lítið með í sumar vegna meiðsla og lék aðeins sex leiki og skoraði tvö mörk er ÍA féll niður í Lengjudeildina.
Viktor mun hins vegar taka slaginn með liðinu í næst efstu deild og hefur nú framlengt samning næstu tvö tímabil eða til 2024.
Þetta eru gleðitíðindi fyrir Skagamenn sem eru ákveðnir í að fara beint aftur upp í deild þeirra bestu.
Viktor hefur áður spilað fyrir Þrótt og Víking en hann á 116 mörk í 263 leikjum í deild- og bikar.
Athugasemdir