Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 02. nóvember 2022 19:46
Brynjar Ingi Erluson
Viktor Jóns tekur slaginn með ÍA í Lengjudeildinni (Staðfest)
Lengjudeildin
Viktor Jónsson verður áfram á Skaganum
Viktor Jónsson verður áfram á Skaganum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Viktor Jónsson, framherji ÍA, framlengdi í dag samning sinn við félagið til 2024, en þetta kemur fram í tilkynningu frá Skagamönnum.

Framherjinn gekk í raðir ÍA árið 2019 og hefur síðan skorað 16 mörk í 61 leik.

Hann var lítið með í sumar vegna meiðsla og lék aðeins sex leiki og skoraði tvö mörk er ÍA féll niður í Lengjudeildina.

Viktor mun hins vegar taka slaginn með liðinu í næst efstu deild og hefur nú framlengt samning næstu tvö tímabil eða til 2024.

Þetta eru gleðitíðindi fyrir Skagamenn sem eru ákveðnir í að fara beint aftur upp í deild þeirra bestu.

Viktor hefur áður spilað fyrir Þrótt og Víking en hann á 116 mörk í 263 leikjum í deild- og bikar.
Athugasemdir
banner
banner