Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 02. nóvember 2023 12:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Staðfestir að Jón Guðni fari og útilokar ekki endurkomu Birkis
Jón Guðni.
Jón Guðni.
Mynd: Guðmundur Svansson
Birkir Már.
Birkir Már.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur legið í loftinu að Jón Guðni Fjóluson muni ekki verða áfram hjá Hammarby þegar samningur hans rennur út í lok tímabilsins. Aftonbladet fjallaði um það í síðasta mánuði að Jón yrði ekki áfram. Hann hefur ekki spilað með liðinu í tvö ár vegna meiðsla. Í grein sænska miðilsins var sagt að Jón væri með áform um að flytja heim til Íslands.

Jón Guðni er 34 ára landsliðsmaður sem lék með Fram á sínum meistaraflokksferli á Íslandi áður en hann hélt í atvinnumennsku erlendis árið 2011. Hann á að baki 18 landsleiki og hefur verið orðaður við Víking að undanförnu.

Mikael Hjelmberg, íþróttastjóri Hammarby, ræddi við Fotbollskanalen og staðfesti að Jón Guðni væri á förum. „Jón verður ekki áfram. Við höfum rætt við hann og hann veit hvernig staðan er. Það er örugglega ekki ómögulegt að hann snúi aftur til Íslands."

Birkir Már Sævarsson sagði við Fótbolta.net að hann væri búinn að hafa samband við Hammarby um að fá að æfa með liðinu en hann spilaði með liðinu á árunum 2015-17. Birkir er að flytja til Svíþjóðar. Hjelmberg var spurður út í Birki og annan leikmann sem er einnig að flytja aftur til Svíþjóðar. Sá heitir David Fällman.

„Þetta eru tveir Hammarby prófílar, frábærir menn og mikils metnir liðsfélagar. Ef við getum fundið eitthvað hlutverk eða einhvers konar samstarf í framtíðinni, þá værum við vel til í að gera það. Það er ekkert áþreifanlegt komið í augnablikinu. Okkur þykir mjög vænt um sambandið við okkar fyrrum leikmenn," sagði Hjelmberg.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner