Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
   þri 08. apríl 2025 10:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segja Delap efstan á óskalista Man Utd
Liam Delap.
Liam Delap.
Mynd: Ipswich Town
Samkvæmt heimildum ESPN er Liam Delap, sóknarmaður Ipswich Town, efstur á óskalista Manchester United fyrir sumarið.

Delap verður fáanlegur fyrir 40 milljónir punda ef Ipswich fellur, eins og allar líkur eru á.

ESPN greinir frá því að Delap sé ofar á lista Man Utd en Viktor Gyökeres, Benjamin Sesko og Victor Osimhen.

Ipswich fellur að öllum líkindum úr ensku úrvalsdeildinni en Delap hefur verið öflugur og er kominn með 12 mörk á deildartímabilinu.

Ipswich borgaði um 20 milljónir punda fyrir Delap þrátt fyrir áhuga stærri félagsliða. Delap vildi fá spiltíma, sem hann hefur nýtt mjög vel hingað til.

Delap er uppalinn hjá Manchester City og þeir geta keypt hann fyrir ákveðna upphæð í sumar en hann horfir líklega sjálfur í það að geta spilað meira hjá Man Utd. Chelsea hefur líka áhuga á þessum öfluga leikmanni.
Athugasemdir