Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
   þri 08. apríl 2025 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fiorentina ætlar að nýta ákvæði í samningi De Gea
Mynd: Fiorentina
Ítalska félagið Fiorentina ætlar að nýta ákvæði í samningi markvarðarins David de Gea við félagið til að framlengja um eitt ár.

De Gea fór til Flórens á frjálsri sölu síðasta sumar og hefur staðið sig gríðarlega vel á milli stanganna.

Þessi 34 ára markvörður varð samningslaus í fyrra eftir tólf ár hjá Manchester United, en þar áður varði hann mark Atlético Madrid.

De Gea hefur fengið 34 mörk á sig í 31 leik með Fiorentina og haldið markinu 10 sinnum hreinu. Hann er með 45 landsleiki að baki fyrir Spán.

De Gea er samherji Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina, sem er fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti í ítalska boltanum og í 8-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar.

Til gamans má geta að Fiorentina hefur tapað úrslitaleik Sambandsdeildarinnar tvö ár í röð. Liðið tapaði fyrir West Ham 2023 og svo gegn Olympiakos í fyrra.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 21 8 3 72 31 +41 71
2 Napoli 32 20 8 4 51 25 +26 68
3 Atalanta 32 18 7 7 65 30 +35 61
4 Juventus 32 15 14 3 49 30 +19 59
5 Bologna 32 15 12 5 51 37 +14 57
6 Lazio 32 16 8 8 53 43 +10 56
7 Roma 32 15 9 8 47 32 +15 54
8 Fiorentina 32 15 8 9 49 32 +17 53
9 Milan 32 14 9 9 51 37 +14 51
10 Torino 32 9 13 10 36 37 -1 40
11 Udinese 32 11 7 14 36 46 -10 40
12 Genoa 32 9 12 11 29 38 -9 39
13 Como 32 9 9 14 40 48 -8 36
14 Verona 32 9 5 18 30 59 -29 32
15 Cagliari 32 7 9 16 32 47 -15 30
16 Parma 32 5 13 14 37 51 -14 28
17 Lecce 32 6 8 18 23 52 -29 26
18 Venezia 32 4 12 16 25 44 -19 24
19 Empoli 32 4 12 16 24 50 -26 24
20 Monza 32 2 9 21 25 56 -31 15
Athugasemdir