Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   sun 05. janúar 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Cunha búinn að ná samkomulagi við Wolves
Mynd: EPA
Wolves og Matheus Cunha hafa komist að samkomulagi um nýjan samning fyrir brasilíska sóknarmanninn samkvæmt heimildum Fabrizio Romano.

Það hefur verið mikill áhugi á Cunha en Arsenal hefur m.a. verið orðað við hann en hann hefur ákveðið að vera áfram hjá Wolves.

Cunha hefur átt stórkostlegt tímabil í úrvalsdeildinni til þessa en hann hefur skorað 10 mörk og lagt upp fjögur í 19 leikjum.

Hann gekk til liðs við Wolves frá Atletico Madrid í janúar 2023 á láni en félagið keypti hann síðan um sumarið. Hann hefur leikið 55 leiki fyrir Wolves og skorað 24 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner