Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   sun 05. janúar 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Maresca: Acheampong var okkar besti leikmaður
Mynd: Chelsea
Hinn 18 ára gamli Josh Acheampong var í byrjunarliðinu hjá Chelseea í fyrsta sinn í deildinni þegar liðið heimsótti Crystal Palace í gær.

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, var í skýjunum með frammistöðu hans í leiknum sem endaði með 1-1 jafntefli.

„Hann var okkar besti leikmaður í dag í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í úrvalsdeildinni," sagði Maresca.

Chelsea hefur verið að kljást við meiðsli í öftustu línu en Trevoh Chalobah gat ekki tekið þátt í leiknum þar sem hann er á láni hjá Palace frá Chelsea.

Einhverjar sögusagnir hafa verið um að Chelsea vilji kalla hann til baka úr láni en Oliver Glasner, stjóri Palace, segist búast við því að halda honum.
Athugasemdir
banner
banner