Marcelo Pitaluga, markvörður Liverpool, er á leið til brasilíska félagsins Fluminense.
Pitaluga er 22 ára en hann gekk til liðs við Liverpool einmitt frá Fluminense árið 2020. Hann spilaði ekki keppnisleik fyrir aðallið Liverrpool.
Hann fór á lán í sumar til Livingston sem leikur í næst efstu deild í Skotlandi en hann hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum.
Þá hefur hann einnig verið á láni hjá Macclesfield og St. Patrick's Athletic.
Hann fer á frjálsri sölu en Liverpool mun fá 40 prósent af kaupverðinu ef Fluminense selur hann síðar.
Athugasemdir