Enska úrvalsdeildarfélagið Brentford hefur kallað markvörðinn Ellery Balcombe til baka úr láni frá skoska félaginu St. Mirren.
Balcombe er 25 ára gamall og þreytti frumraun sína með St. Mirren gegn Val í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í sumar.
Hann spilaði frábærlega fyrri hluta tímabils með St. Mirren en hefur nú verið kallaður til baka til Brentford.
Ekki liggur fyrir af hverju Brentford hefur ákveðið að kalla hann til baka. Félagið er með Mark Flekken í markinu og þá Hákon Rafn Valdimarsson og Matthew Cox honum til halds og trausts.
Talið er að hinn skoski Cox gæti farið út á láni í þessum glugga og sé þá Balcombe að koma inn í hans stað.
Þetta er aukin samkeppni fyrir Hákon sem spilaði sinn fyrsta deildarleik á dögunum er hann kom inn fyrir meiddan Flekken í markalausu jafntefli gegn Brighton.
Hákon hefur komið við sögu í þremur leikjum með Brentford á tímabilinu og haldið tvisvar hreinu, en hann lék gegn bæði Colchester United og Leyton Orient í deildabikarnum og var eftirminnilega hetjan í fyrri leiknum er hann varði vítaspyrnu undir lok leiks.
Ellery Balcombe has been recalled from his loan spell at St Mirren ????
— Brentford FC (@BrentfordFC) January 5, 2025
Athugasemdir