Spænski miðjumaðurinn Stefan Bajcetic mun að öllum líkindum spila síðari hluta tímabilsins með Real Betis í La Liga en þetta segir ítalski fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano á X.
Þessi tvítugi varnarsinnaði leikmaður er samningsbundinn Liverpool á Englandi en var lánaður til austurríska félagsins RB Salzburg fyrir leiktíðina.
Þar spilaði hann undir stjórn Pep Lijnders, fyrrum aðstoðarþjálfara Liverpool, en sá entist ekki lengi hjá Salzburg og var hann rekinn eftir aðeins 29 leiki í starfi og tíu stigum frá toppsæti deildarinnar.
Bajcetic hefur ekki alveg fundið sig á þessu tímabili og verið inn og út úr liðinu, en hann vill komast frá Salzburg í þessum mánuði.
Unnið er að því að kalla hann aftur til Liverpool og senda hann síðan á lán til Real Betis í La Liga-deildinni á Spáni.
Viðræður eru komnar langt á veg og búist við að það verði frágengið á næstu dögum.
Athugasemdir