Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   sun 05. janúar 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nwaneri á meiðslalistann hjá Arsenal
Mynd: Getty Images
Hinn 17 ára gamli Ethan Nwaneri skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli gegn Brighton í gær.

Hann átti góðan leik en það vakti athygli að Mikel Arteta tók hann af velli í hálfleik. Nwaneri fékk gult spjald fyrir tafir en það var ekki ástæðan fyrir því að hann var tekinn af velli.

„Því miður misstum við Nwaneri af velli vegna meiðsla," sagði Arteta.

Bukayo Saka er á meiðslalistanum og þá var Martin Ödegaard á bekkknum vegna veikinda og Kai Havertz var ekki í hópnum vegna veikinda.
Athugasemdir
banner
banner
banner