Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   sun 05. janúar 2025 10:40
Brynjar Ingi Erluson
Tók Damir aðeins sex mínútur að opna markareikninginn í Asíu
Damir byrjar vel í Asíu
Damir byrjar vel í Asíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic fer vel af stað með nýja félagi sínu, DPMM, en hann skoraði eina mark liðsins í fyrsta leik sínum í gær.

Miðvörðurinn gekk í raðir DPMM um áramótin og mun spila fram á næsta sumar.

DPMM er frá Brúnei en spilar í úrvalsdeildinni í Singapúr og er sem stendur í 6. sæti í níu liða deild.

Deildin fór í vetrarfrí í lok nóvember en öll liðin eru komin á fullt að undirbúa sig fyrir síðari hlutann.

Fyrsti vináttuleikurinn var spilaður gegn Kuching FC í gær og skoraði Damir eina mark DPMM eftir aðeins sex mínútur er hann hirti lausan bolta í teignum. Kuching jafnaði metin þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka.

Deildin fer aftur af stað eftir rúma viku en þá mætir DPMM toppbaráttuliði Lion City Sailors.


Athugasemdir
banner
banner
banner