Damir Muminovic fer vel af stað með nýja félagi sínu, DPMM, en hann skoraði eina mark liðsins í fyrsta leik sínum í gær.
Miðvörðurinn gekk í raðir DPMM um áramótin og mun spila fram á næsta sumar.
DPMM er frá Brúnei en spilar í úrvalsdeildinni í Singapúr og er sem stendur í 6. sæti í níu liða deild.
Deildin fór í vetrarfrí í lok nóvember en öll liðin eru komin á fullt að undirbúa sig fyrir síðari hlutann.
Fyrsti vináttuleikurinn var spilaður gegn Kuching FC í gær og skoraði Damir eina mark DPMM eftir aðeins sex mínútur er hann hirti lausan bolta í teignum. Kuching jafnaði metin þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka.
Deildin fer aftur af stað eftir rúma viku en þá mætir DPMM toppbaráttuliði Lion City Sailors.
???????? Brunei DPMM has began their preparations for the resumption of the SPL.
— All SG Football (@AllSGFootball) January 5, 2025
New signing Damir Muminovic ???????????????? ???????????? ???????????????????? ???????????????? for the Wasps. ??
Friendly match against Kuching FC ends in a draw. ? pic.twitter.com/6o46cOpn1y
Athugasemdir