Franski miðvörðurinn Wesley Fofana vonast til þess að verða klár um miðjan mars og geta hjálpað Chelsea að ná markmiðum tímabilsins en þetta kemur fram í L'Equipe.
Fofana hefur verið óheppinn með meiðsli síðan hann kom til Chelsea frá Leicester fyrir þremur árum.
Hann meiddist snemma á sínu fyrsta tímabili og snéri þá ekki aftur fyrr en í febrúar og þá var hann frá allt síðasta tímabil eftir að hafa meiðst á hné.
Frakkinn kom öflugur inn í þessa leiktíð og var fastamaður í vörninni áður en hann meiddist aftan í læri. Enzo Maresca, stjóri Chelsea, sagði möguleika á því að tímabilið gæti verið búið hjá Fofana en Frakkinn er bjartsýnn á að spila aftur á næstunni.
L'Equipe segir að hann sé að vonast til þess að verða klár um miðjan mars og að hann vilji ólmur hjálpa Chelsea að ná árangri á tímabilinu.
Athugasemdir