Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   sun 05. janúar 2025 09:58
Brynjar Ingi Erluson
Antonin Kinsky til Tottenham (Staðfest)
Mynd: Tottenham
Tottenham hefur gengið frá kaupunum á tékkneska markverðinum Antonin Kinsky en hann kemur til félagsins frá Slavía Prag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Kinsky er 21 árs gamall og verið besti markvörður tékknesku deildarinnar á þessu tímabili.

Hann hélt tólf sinnum hreinu í nítján leikjum og var þá kallaður inn í tékkneska A-landsliðið í Þjóðadeildinni í nóvember.

Tottenham var heillað af frammistöðu hans og hefur nú gengið frá kaupum á honum, en hann kostar félagið 12,5 milljónir punda og gerir samning til 2031.

Félagið bíður nú eftir að markvörðurinn fái atvinnuleyfi.

Tottenham hefur verið í markvarðarveseni á tímabilinu en Guglielmo Vicario meiddist á ökkla og verður frá næstu mánuði, en Fraser Forster kom inn í hans stað.

Forster hefur spilað sjö deildarleiki og fengið á sig fimmtán mörk en hann var ekki með vegna veikinda gegn Newcastle og kom því þriðji markvörður liðsins, Brandon Austin, inn í liðið og þótti standa sig vel.


Athugasemdir
banner
banner