Það eru margir áhugaverðir bitar í Powerade-slúðurpakka dagsins.
Liverpool hefur boðið enska hægri bakverðinum Trent Alexander-Arnold (26) nýjan fimm ára samning sem gerir hann að einum launahæsta leikmanni félagsins, en samningurinn er að verðmæti 78 milljónum punda. (Mirror)
Paris Saint-Germain er á leið í viðræður við Aston Villa um skipti á þeim Randal Kolo Muani (26) og Jhon Duran (21). (Football Insider)
Napoli hefur opnað viðræður við Liverpool um ítalska vængmanninn Federico Chiesa (27) en hann gæti farið á lán til Napoli út tímabilið. (Footmercato)
Hollenski sóknarmaðurinn Joshua Zirkzee (23) vill fara frá Manchester United en Juventus er sagt áhugasamt um kappann. (Gazzetta dello Sport)
Bandaríska félagið Seattle Sounders hefur áhuga á Marcus Rashford (27), leikmanni Manchester United. (Teamtalk)
Liverpool vill fá Leroy Sane (28), leikmann Bayern München og þýska landsliðsins, til þess að taka við keflinu af Mohamed Salah í sumar. (Fichajes)
Wolves er að ganga frá framlengingu á samningi brasilíska leikmannsins Matheus Cunha (25) en hann hefur verið orðaður við Arsenal og Manchester United. (Diario)
Brighton hefur lagt fram 23 milljóna punda tilboði í Vitor Reis (18), varnarmann Palmeiras í Brasilíu. (Mail)
Tyrell Malacia (25), vinstri bakvörður Manchester United, er óvænt á blaði hjá ítalska félaginu Juventus. Hollendingurinn á að koma í stað brasilíska varnarmannsins Danilo. (Daily Star)
Real Betis er að ganga frá viðræðum við Liverpool um spænska miðjumanninn Stefan Bajcetic (20), en hann kemur til félagsins á láni út tímabilið. (Fabrizio Romano)
Manchester City er að undirbúa tilboð í Omar Marmoush (25), framherja Eintracht Frankfurt, en félagið vonast til að hafa betur í baráttunni við Arsenal, Liverpool og Tottenham um egypska landsliðsmanninn. (Footmercato)
Bournemouth hefur náð samkomulagi við argentínska félagið Lanus um vinstri bakvörðinn Julio Soler (19). Kaupverðið er í kringum 12 milljónir punda. (Uriel Lugt)
Jadan Raymond (21), miðjumaður Crystal Palace, er á óskalista Dundee og Colchester United í janúar. (Football Insider)
Ipswich Town hefur náð samkomulagi við Atalanta um að fá enska varnarmanninn Ben Godfrey (26) á láni út tímabilið. Hann kláraði fyrri hluta læknisskoðunarinnar í dag. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir