Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   sun 05. janúar 2025 09:49
Brynjar Ingi Erluson
Leik Liverpool og Man Utd mögulega frestað
Mynd: Getty Images
Til greina kemur að fresta leik Liverpool og Manchester United sem fer fram klukkan 16:30 á Anfield í dag.

Snjó kyngdi niður á Bretlandseyjum í dag og hefur þremur flugvöllum þegar verið lokað, þar á meðal John Lennon flugvellinum í Liverpool-borg og flugvellinum í Manchester.

Þremur leikjum hefur þá verið frestað í neðri deildunum á Englandi og kemur til greina að fresta leik Liverpool og Man Utd.

Vallaraðstæður þykja góðar en það er ekki helsta áhyggjuefnið, heldur er það að geta búið til öruggt aðgengi fyrir stuðningsmenn á völlinn.

Sérstök öryggisnefnd fundaði um málið í morgun en engin ákvörðun tekin. Aftur verður fundað eftir hádegi og mun þá endanleg niðurstaða liggja fyrir, en leikurinn mun fara fram eins og staðan er núna.

Ef ákveðið verður að fresta leiknum verður það annar leikurinn sem frestað er hjá Liverpool á tímabilinu, en í síðasta mánuði var leik liðsins gegn nágrönnum þeirra í Everton frestað vegna óveðurs.


Athugasemdir
banner
banner