Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   sun 05. janúar 2025 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Van Nistelrooy: Þurfum að styrkja allar stöður
Mynd: Getty Images
Ruud van Nistelrooy, stjóri Leicester, segir að hann vilji styrkja hverja einustu stöðu í janúarglugganum.

Leicester tapaði fimmta leik sínum í röð þegar liðið beið lægri hlut gegn Aston Villa í gær.

Van Nistelrooy tjáði sig um styrkingar á leikmannahópnum eftir leikinn í gær.

„Við erum að skoða alla möguleika. Ef það er rétt fyrir liðið þá munum við skoða það. Við skoðum allar stöður og hvar við getum styrkt okkur. Ekki bara eina stöðu heldur allar," sagði Van Nistelrooy.
Athugasemdir
banner
banner
banner