Anton mætti einungis halda á boltanum í átta sekúndur, annars ætti hann á hættu að fá dæmda á sig leiktöf og hornspyrnu.
Það eru miklar líkur á því að nýja átta sekúndna reglan verði tekin upp hér á Íslandi og dómurum gert að dæma eftir henni á Íslandsmótinu sem hefst eftir rúman mánuð.
Reglan er gerð til að hraða á leiknum og reyna að koma í veg fyrir að markmenn tefji leikinn. Hún er á þá leið að ef markmaður heldur á boltanum í meira en átta sekúndur þá fær andstæðingurinn hornspyrnu. Þessi regla mun taka gildi í öllum stóru deildum heims á næsta tímabili.
Það er breyting á gömlu sex sekúndna reglunni sem sagði að dæma ætti óbeina aukaspyrnu ef markmaður héldi á boltanum í meira en sex sekúndur.
Reglan er gerð til að hraða á leiknum og reyna að koma í veg fyrir að markmenn tefji leikinn. Hún er á þá leið að ef markmaður heldur á boltanum í meira en átta sekúndur þá fær andstæðingurinn hornspyrnu. Þessi regla mun taka gildi í öllum stóru deildum heims á næsta tímabili.
Það er breyting á gömlu sex sekúndna reglunni sem sagði að dæma ætti óbeina aukaspyrnu ef markmaður héldi á boltanum í meira en sex sekúndur.
Þóroddur Hjaltalín hjá KSÍ ræddi stuttlega við Fótbolta.net í dag. Hann sagði að allar líkur væru á því að þessi umrædda reglubreyting yrði tekin upp hér á Íslandi fyrir Íslandsmótið 2025.
IFAB (International Football Association Board) fundaði á dögunum og venjan er að KSÍ innleiði þær reglubreytingar fyrir komandi mót.
KSÍ á eftir að fá lagatextann, textinn verður þýddur og dómaranefnd fundar um reglubreytinguna. Stjórn KSÍ þarf svo að samþykkja lagabreytinguna.
„Það eru miklu meiri líkur en ekki að við munum innleiða þetta í mótin okkar núna," segir Þóroddur sem starfar við dómaramál á innalandssviði hjá KSÍ. Niðurstaða ætti að verða skýr seinna í þessum mánuði.
Athugasemdir