Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
   fim 03. apríl 2025 10:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Jökull Elísabetarson fór yfir málin.
Jökull Elísabetarson fór yfir málin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tímabilið hefst á mánudaginn.
Tímabilið hefst á mánudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ég er orðinn mjög spenntur og það er skemmtileg vika í gangi núna. Stjörnuliðið er klárt, lokaundirbúningur í gangi. Við erum að leiðrétta hluti frá leiknum á laugardag (æfingaleikur gegn Vestra). Við munum koma inn í leikinn gegn FH af krafti," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, við Fótbolta.net.

Stjarnan byrjar Bestu deildina með leik gegn FH á mánudag en þá koma Hafnfirðingar í heimsókn á Samsungvöllinn.

Gengi Stjörnunnar hefur ekki verið gott frá því að liðið sneri heim úr æfingaferð. Hvað útskýrir það?

„Við vissum alltaf að leikirnir tveir beint eftir æfingaferð yrðu skrítnir. Við tökum frí eftir æfingaferð og fyrri leikurinn kemur inn í það frí. Í seinni leiknum voru menn búnir með einn dag eftir frí. Þetta var bara skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það samt, tveir leikir sem verða að engu og það er svolítið dýrt í undirbúningi liðsins. Það er eitthvað sem við munum skoða. Svo vorum við aðeins 'off' á móti KR, það var allt í lagi, ekkert hræðilegt. En það er alveg rétt, það eru ekki bara úrslitin heldur líka hefur frammistaðan og takturinn ekki verið góður eftir æfingaferð. Við höfum rætt og farið yfir það. Við notum það til að slípa okkur saman fyrir mót. Þetta er ekki neitt sem ég hef áhyggjur af," sagði Jökull.

Leikir Stjörnunnar eftir æfingaferð voru Lengjubikarsleikir gegn Keflavík, Leikni og KR og svo æfingaleikurinn gegn Vestra. Uppskeran eitt jafntefli og þrjú töp. Síðasti sigurleikur kom gegn Selfossi 11. febrúar.

Jökull segir að Garðbæingar séu ekki í leit að nýjum leikmanni. „Maður er auðvitað alltaf að velta fyrir sér hvort hópurinn þurfi einhverja styrkingu, hvort að það sé einhvers staðar sem við þurfum að bæta í og hvort hópurinn þurfi örvun með þeim hætti að taka inn nýjan leikmann. Það er ekki auðvelt að taka inn leikmann og ég er mjög ánægður með þá sem hafa komið inn. Veltan er mikil nú þegar milli tímabila, meiri en ég hefði kannski viljað og meira en verður undir eðlilegum kringumstæðum. Við erum opnir en ekki að leita."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner