Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
   fim 03. apríl 2025 10:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Jökull Elísabetarson fór yfir málin.
Jökull Elísabetarson fór yfir málin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tímabilið hefst á mánudaginn.
Tímabilið hefst á mánudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ég er orðinn mjög spenntur og það er skemmtileg vika í gangi núna. Stjörnuliðið er klárt, lokaundirbúningur í gangi. Við erum að leiðrétta hluti frá leiknum á laugardag (æfingaleikur gegn Vestra). Við munum koma inn í leikinn gegn FH af krafti," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, við Fótbolta.net.

Stjarnan byrjar Bestu deildina með leik gegn FH á mánudag en þá koma Hafnfirðingar í heimsókn á Samsungvöllinn.

Gengi Stjörnunnar hefur ekki verið gott frá því að liðið sneri heim úr æfingaferð. Hvað útskýrir það?

„Við vissum alltaf að leikirnir tveir beint eftir æfingaferð yrðu skrítnir. Við tökum frí eftir æfingaferð og fyrri leikurinn kemur inn í það frí. Í seinni leiknum voru menn búnir með einn dag eftir frí. Þetta var bara skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það samt, tveir leikir sem verða að engu og það er svolítið dýrt í undirbúningi liðsins. Það er eitthvað sem við munum skoða. Svo vorum við aðeins 'off' á móti KR, það var allt í lagi, ekkert hræðilegt. En það er alveg rétt, það eru ekki bara úrslitin heldur líka hefur frammistaðan og takturinn ekki verið góður eftir æfingaferð. Við höfum rætt og farið yfir það. Við notum það til að slípa okkur saman fyrir mót. Þetta er ekki neitt sem ég hef áhyggjur af," sagði Jökull.

Leikir Stjörnunnar eftir æfingaferð voru Lengjubikarsleikir gegn Keflavík, Leikni og KR og svo æfingaleikurinn gegn Vestra. Uppskeran eitt jafntefli og þrjú töp. Síðasti sigurleikur kom gegn Selfossi 11. febrúar.

Jökull segir að Garðbæingar séu ekki í leit að nýjum leikmanni. „Maður er auðvitað alltaf að velta fyrir sér hvort hópurinn þurfi einhverja styrkingu, hvort að það sé einhvers staðar sem við þurfum að bæta í og hvort hópurinn þurfi örvun með þeim hætti að taka inn nýjan leikmann. Það er ekki auðvelt að taka inn leikmann og ég er mjög ánægður með þá sem hafa komið inn. Veltan er mikil nú þegar milli tímabila, meiri en ég hefði kannski viljað og meira en verður undir eðlilegum kringumstæðum. Við erum opnir en ekki að leita."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner