Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mán 03. júní 2024 14:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enzo Maresca tekur við Chelsea (Staðfest)
Enzo Maresca.
Enzo Maresca.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur staðfest ráðningu á Ítalanum Enzo Maresca. Hann tekur við liðinu af Mauricio Pochettino og skrifar undir samning sem gildir til ársins 2030.

„Að taka við Chelsea, einu stærsta félagi heims, er draumur fyrir alla þjálfara," segir Maresca.

„Ég hlakka til að vinna með hæfileikaríkum leikmönnum og öflugu starfsteymi að þróa lið sem heldur áfram þeirri hefð að ná árangri og gera stuðningsfólkið stolt."

Maresca stýrði Leicester til sigurs í ensku B-deildinni á nýafstaðinni leiktíð en það var annað starf hans sem aðalþjálfari.

Áður þjálfaði hann Parma á Ítalíu og var þá einnig aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City.

Willy Caballero, Danny Walker, Michele De Bernardin, Marcos Alvarez, Javier Molina Caballero og Roberto Vitiello verða í þjálfarateymi Maresca.

Chelsea hafnaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner