Leon Bailey leikmaður Aston Villa vill gleyma leik kvöldsins gegn Wolves sem fyrst en hann hágrét í leikslok eftir að hafa klikkað á dauðafæri á síðustu sekúndum leiksins.
Leikurinn endaði 1-1 en hann hefði getað skorað sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartímans. Hann komst framhjá Jose Sá í marki Wolves en skotið hans hitti ekki ramman.
Eftir leikinn sást til hans hágrátandi og samherjar hans reyndu hvað þeir gátu til að hugga þennan 25 ára gamla Jamaíkumann.
Klúðrið má sjá með því að smella hér.
Athugasemdir