Tottenham hefur fengið Bethany England í sínar raðir frá grönnum sínum Chelsea. England kemur á metupphæð til Tottenham, aldrei hefur verið greidd hærri upphæð fyrir leikmann sem fer á mili félaga á Bretlandi.
Kaupverðið er sagt ver 250 þúsund pund sem er 50 þúsund pundum hærra en sú upphæð sem Chelsea greiddi fyrir Lauren James sumarið 2021.
Kaupverðið er sagt ver 250 þúsund pund sem er 50 þúsund pundum hærra en sú upphæð sem Chelsea greiddi fyrir Lauren James sumarið 2021.
Beth varð Evrópumeistari með Englandi síðasta sumar. Hún er 28 ára og hefur skorað ellefu mörk í 21 landsleik. Í 148 keppnisleikjum með Chelsea skoraði hún 70 mörk.
Hún skrifar undir þriggja ára samning við Tottenham og verður í treyju númer nítján.
Welcome to Spurs, @Bethany_Eng15! ???? pic.twitter.com/oDySsurBBE
— Tottenham Hotspur Women (@SpursWomen) January 4, 2023
Athugasemdir