Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mið 04. janúar 2023 14:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
David Gold er látinn
West Ham hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að David Gold, sem hefur verið eigandi félagsins í fjöldamörg ár, sé látinn eftir stutta baráttu við veikindi.

Gold var 86 ára gamall þegar hann féll frá.

Hann var stuðningsmaður West Ham alla tíð og upplifði hann draum er hann keypti félagið ásamt David Sullivan árið 2010. Þeir tóku yfir félagið eftir að það hafði verið í eigu Íslendinga; Eggerts Magnússonar og Björgólfs Guðmundssonar.

„Ég er mjög sorgmæddur yfir þessum fréttum og ég sendi samúðarkveðjur fyrir hönd hópsins til fjölskyldu hans," segir David Moyes, stjóri West Ham.

Gold átti 25 prósent hlut í West Ham er hann féll frá. Sullivan á rúmlega 38 prósent og Tékkinn Daniel Kretinsky á 27 prósent.
Athugasemdir
banner
banner
banner