Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mið 04. janúar 2023 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Di Matteo loksins ráðinn í nýtt starf eftir margra ára fjarveru
Ítalinn Roberto Di Matteo hefur verið ráðinn í nýtt starf í Suður-Kóreu.

Það sem stendur upp úr á þjálfaraferli Di Matteo er auðvitað þegar hann stýrði Chelsea til sigurs í Meistaradeild Evrópu árið 2012. Hann tók við liðinu á miðju tímabili en tókst samt sem áður að fara alla leið með liðið í Evrópu.

Di Matteo, sem er 52 ára, hefur stýrt Schalke og Aston Villa frá því hann var látinn fara frá Chelsea.

Hann hefur starfað utan fótboltans síðustu sjö árin en er núna loksins kominn með nýtt starf.

Di Matteo hefur tekið að sér starf sem tæknilegur ráðgjafi hjá Jeonbuk Motors og á hann að vinna á bak við tjöldin hjá félaginu við að efla liðið.
Athugasemdir
banner
banner