Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mið 04. janúar 2023 14:13
Elvar Geir Magnússon
Dias ekki með gegn Chelsea og Laporte tæpur
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, staðfesti í dag að miðvörðurinn Ruben Dias muni missa af útileiknum gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni vegna meiðsla.

Þá er óvíst með þáttöku hjá öðrum miðverði City, Aymeric Laporte. Guardiola segir að það komi í ljós seinna í dag hvort Laporte geti tekið þátt í leiknum.

Dias hefur ekki spilað síðustu þrjá deildarleiki og Laporte hefur aðeins komið við sögu í fjórum deildarleikjum á tímabilinu.

Manuel Akanji og John Stones hafa myndað miðvarðapar City í síðustu tveimur deildarleikjum.

City getur með sigri á morgun minnkað forystu Arsenal niður í fimm stig. Chelsea situr í tíunda sæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 27 19 7 1 64 26 +38 64
2 Arsenal 26 15 8 3 51 23 +28 53
3 Nott. Forest 26 14 5 7 44 33 +11 47
4 Man City 26 13 5 8 52 37 +15 44
5 Newcastle 26 13 5 8 46 36 +10 44
6 Bournemouth 26 12 7 7 44 30 +14 43
7 Chelsea 26 12 7 7 48 36 +12 43
8 Aston Villa 27 11 9 7 39 41 -2 42
9 Brighton 26 10 10 6 42 38 +4 40
10 Fulham 26 10 9 7 38 35 +3 39
11 Brentford 26 11 4 11 47 42 +5 37
12 Tottenham 26 10 3 13 53 38 +15 33
13 Crystal Palace 26 8 9 9 31 32 -1 33
14 Everton 26 7 10 9 29 33 -4 31
15 Man Utd 26 8 6 12 30 37 -7 30
16 West Ham 26 8 6 12 30 47 -17 30
17 Wolves 26 6 4 16 36 54 -18 22
18 Ipswich Town 26 3 8 15 24 54 -30 17
19 Leicester 26 4 5 17 25 59 -34 17
20 Southampton 26 2 3 21 19 61 -42 9
Athugasemdir
banner
banner