Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mið 04. janúar 2023 20:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ekki gott að biðja um pening hjá Tottenham

Antonio Conte stjóri Tottenham vill styrkja hópinn en ansi fáir sóknarmöguleikar eru í boði.


Richarlison og Dejan Kulusevski eru báðir fjarverandi og þá er ansi þunnskipað í sóknarleik liðsins. Liðið hafði aðeins Ryan Sessegnon og Emerson Royal á bekknum í tapinu gegn Aston Villa sem gátu komið inn á og breytt einhverju sóknarlega.

Sama er upp á teningnum í kvöld þar sem liðið er að spila gegn Crystal Palace. Sex af átta varamönnum liðsins eru varnarmenn.

Jamie Redknapp fyrrum leikmaður Tottenham varar Conte við því að byðja Daniel Levy um meiri pening til leikmannakaupa.

„Eins og Tottenham virkar þá er það þannig að um leið og þú ferð að biðja um meiri pening fer það ekki á besta veg," sagði Redknapp.

„Hann er búinn að eyða peningum í nokkra mjög góða leikmenn. Ég held að hann vilji bara bæta við breiddina."


Athugasemdir
banner
banner
banner