Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mið 04. janúar 2023 19:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Felix ekki í leikmannahópi Atletico í kvöld
Mynd: EPA

Joao Felix leikmaður Atletico Madrid er ekki í leikmannahópi liðsins sem leikur gegn Real Oviedo í spænska bikarnum í kvöld. Atletico er 1-0 yfir í hálfleik.


Felix er óánægður hjá spænska félaginu og er líklega á förum í janúar.

Manchester United, Chelsea og Arsenal hafa sýnt þessum 23 ára gamla Portúgala áhuga.

Felix skoraði eitt mark og lagði upp tvö fyrir portúgalska landsliðið á HM og skoraði í fyrsta leiknum fyrir Atletico eftir að HM lauk.


Athugasemdir
banner