Joao Felix leikmaður Atletico Madrid er ekki í leikmannahópi liðsins sem leikur gegn Real Oviedo í spænska bikarnum í kvöld. Atletico er 1-0 yfir í hálfleik.
Felix er óánægður hjá spænska félaginu og er líklega á förum í janúar.
Manchester United, Chelsea og Arsenal hafa sýnt þessum 23 ára gamla Portúgala áhuga.
Felix skoraði eitt mark og lagði upp tvö fyrir portúgalska landsliðið á HM og skoraði í fyrsta leiknum fyrir Atletico eftir að HM lauk.
Athugasemdir