Miðjumaðurinn Sandro Tonali var með mark og stoðsendingu fyrir AC Milan sem vann 2-1 útisigur gegn Salernitana í ítölsku A-deildinni í dag, fyrstu umferðinni eftir vetrarfrí.
Milan er í öðru sæti, fimm stigum á eftir Napoli sem á leik til góða, stórleik gegn Inter sem fram fer í kvöld.
Milan er í öðru sæti, fimm stigum á eftir Napoli sem á leik til góða, stórleik gegn Inter sem fram fer í kvöld.
Sampdoria vann óvæntan sigur gegn Sassuolo þar sem Manolo Gabbiadini skoraði með bakfallsspyrnu. Sampdoria hafði tapað fjórum síðustu leikjum sínum á liðnu ári og er liðið enn í fallsæti, fimm stigum frá Spezia.
Mikael Egill Ellertsson var ónotaður varamaður hjá Spezia sem gerði 2-2 jafntefli gegn Atalanta. Allt stefndi í óvæntan sigur Spezia sem komst í 2-0 en Atalanta jafnaði í uppbótartíma.
Þá gerði Torino jafntefli við botnlið Verona.
Salernitana 1 - 2 Milan
0-1 Rafael Leao ('10 )
0-2 Sandro Tonali ('15 )
1-2 Federico Bonazzoli ('83 )
Sassuolo 1 - 2 Sampdoria
0-1 Manolo Gabbiadini ('25 )
0-2 Tommaso Augello ('28 )
1-2 Domenico Berardi ('64 , víti)
Spezia 2 - 2 Atalanta
1-0 Emmanuel Gyasi ('8 )
2-0 Mbala Nzola ('31 )
2-1 Rasmus Hojlund ('77 )
2-2 Mario Pasalic ('90 )
Torino 1 - 1 Verona
0-1 Milan Djuric ('45 )
1-1 Aleksey Miranchuk ('64 )
Aðrir leikir dagsins:
15:30 Roma - Bologna
15:30 Lecce - Lazio
17:30 Fiorentina - Monza
17:30 Cremonese - Juventus
19:45 Udinese - Empoli
19:45 Inter - Napoli
Athugasemdir