Það er orðið býsna heitt undir Frank Lampard stjóra Everton en liðið steinlá gegn Brighton í gær.
Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum sínum og situr í 16 sæti deildarinnar aðeins stigi frá falli og gæti verið í fallsæti eftir leiki kvöldsins.
Þrátt fyrir það virðist félagið ekkert á þeim buxunum að reka hann. Everton mætir Manchester United í FA Bikarnum á föstudaginn og Lampard mun stýra liðinu þar.
Félagið hefur staðfest við breskt fjölmiðlafólk að Lampard muni mæta á fréttamannafund fyrir leikinn á föstudaginn svo það lítur út fyrir að hann muni að minnsta kosti stýra liðinu í þeim leik.
Athugasemdir