Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mið 04. janúar 2023 17:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lampard verður áfram með Everton
Mynd: EPA

Það er orðið býsna heitt undir Frank Lampard stjóra Everton en liðið steinlá gegn Brighton í gær.


Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum sínum og situr í 16 sæti deildarinnar aðeins stigi frá falli og gæti verið í fallsæti eftir leiki kvöldsins.

Þrátt fyrir það virðist félagið ekkert á þeim buxunum að reka hann. Everton mætir Manchester United í FA Bikarnum á föstudaginn og Lampard mun stýra liðinu þar.

Félagið hefur staðfest við breskt fjölmiðlafólk að Lampard muni mæta á fréttamannafund fyrir leikinn á föstudaginn svo það lítur út fyrir að hann muni að minnsta kosti stýra liðinu í þeim leik.


Athugasemdir
banner
banner