Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mið 04. janúar 2023 18:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leeds vottar West Ham samúð sína
Mynd: Einar Sigurðsson

David Gold annar eigenda West Ham lést í dag eftir stutta baráttu við veikindi en enska félagið tilkynnti þetta. Liðið leikur gegn Leeds United í kvöld á Elland Road.


Leeds hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fráfalls Gold þar sem félagið vottar samúð sína.

„Allir tengdir Leeds United eru sorgmæddir af fréttum af andláti David Gold eigenda West Ham United. Af virðingu munu bæði lið bera sorgarbönd í leik kvöldsins," segir í yfirlýsingu Leeds.

Leikur Leeds United og West Ham hefst kl. 19:45 í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner