Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mið 04. janúar 2023 15:18
Elvar Geir Magnússon
Messi skammaði Aguero fyrir stífa drykkju
Mynd: EPA
Sergio Aguero segir að Lionel Messi hafi skammað sig fyrir að drekka of stíft í fagnaðarlátunum eftir sigur Argentínu á heimsmeistaramótinu.

Aguero, sem lék 101 landsleik fyrir Argentínu, neyddist til að leggja skóna á hilluna í lok ársins 2021 vegna hjartavandamáls en hann var mættur til Katar og fagnaði vel og innilega með argentínska liðinu, bæði inni á vellinum og einnig í klefanum eftir leik.

Aguero drakk mikið af áfengi og meðal annars hellti hann í sig kampavíni af stút.

„Ég drakk mikið en borðaði ekki. Leo (Messi) var pirraður og sagði mér að hætta. Ég svaraði: 'Hvernig á ég að hætta? Við erum heimsmeistarar!" segir Aguero í nýju viðtali.

Þá segist hann hafa verið nálægt því að fara með liðinu til Argentínu þar sem fagnaðarlætin héldu áfram.

„Strákarnir vildu að ég færi með þeim til Argentínu. Ég ætlaði að fara með þeim en mundi þá eftir því að sonur minn var í íbúðinni. Ég var í svo mikilli sigurvímu að ég gleymdi stað og stund," segir Aguero.
Athugasemdir
banner
banner