Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mið 04. janúar 2023 23:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjög mikilvægt mark fyrir Son sem „skoraði loksins"
Mynd: EPA

Antonio Conte var í skýjunum með 4-0 sigur Tottenham gegn Crystal Palace í kvöld en þá sérstaklega fyrir hönd Heung-Min Son sem skoraði loksins mark.


„Ég er ánægður því framherjarnir okkar skoruðu, Kane skoraði tvisvar og Son skoraði loksins. Það var mjög mikilvægt fyrir hann því við erum að tala um leikmann sem þarf að skora til að finna sjálfstraustið," sagði Conte.

Þetta var annar deildarleikur tímabilsins sem Son nær að skora í. Hann gerði þrennu eftir að hafa komið af bekknum gegn Leicester og er því kominn með fjögur mörk alls.

Þá spilaði Oliver Skipp á miðjunni í stað Yves Bissouma sem var í banni og Bryan Gil hefur verið að fá tækifæri í fjarveru Dejan Kulusevski.

„Nú verðum við að halda áfram að bæta okkur. Ég var ánægður í kvöld því við erum að spila á mörgum ungum leikmönnum. Ég fékk tækifæri á meðan á HM stóð að vinna með ungum leikmönnum og bæta þá taktíklega séð og líkamlega," sagði Conte.


Athugasemdir
banner
banner
banner