Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mið 04. janúar 2023 17:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nánast eingöngu fengið tilnefningar frá Íslandi en breytingar núna
„Að gera þetta í annað skipti með nýtt lið er ótrúlegt. Ég held að hún sé vel að þessu komin," sagði Helena Ólafsdóttir, fyrrum landsliðsþjálfari, í Heimavellinum þegar tilkynnt var um val á þjálfara ársins fyrir árið 2022.

Þjálfari ársins að mati fylgjenda Heimavallarins er Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari Englands. Hún stýrði Englendingum til sigurs á Evrópumótinu síðasta sumar eftir að hafa stýrt Hollandi til sigurs á EM árið 2017.

„Mér fannst skemmtilegt að fara yfir þetta því í gegnum árin höfum við nánast eingöngu verið að fá tilnefningar frá Íslandi. Það var mjög mikið af tilnefningum utan úr heimi í þetta skiptið og það sýnir okkur hvað við erum farin að fylgjast betur með, og hvað sviðið er að stækka," sagði Mist Rúnarsdóttir í þættinum.

Einnig kom fram að Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, og Pétur Pétursson, þjálfari Vals, hefðu fengið margar tilnefningar í þessu vali.

Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan.
Heimavöllurinn: Áramótabomban 2022
Athugasemdir
banner
banner