Portúgalska ofurstjarnan Cristiano Ronaldo var í gær kynntur sem nýr leikmaður Al Nassr í Sádí-Arabíu.
Ronaldo er orðinn launahæsti íþróttamaður sögunnar eftir að hafa skrifað undir samninginn í Sádí-Arabíu. Mun hann um leið hjálpa landinu að bæta slæmt orðspor sitt í gegnum íþróttahvítþvott.
Ronaldo talaði um það á fréttamannafundi í gær að hann væri ekki að enda feril sinn með þessum félagskiptum, hann sagði að deildin væri samkeppnishæf og erfið.
Aurel Nazmiu, sem vinnur mikið með tölfræði, segir hins vegar frá því á Twitter að deildin í Sádí-Arabíu sé ekkert mjög sterk.
Samkvæmt formúlu sem Nazmiu er að vinna með þá er deildin veikari en C-deildin á Englandi en aðeins sterkari en D-deildin þar í landi.
Ronaldo yfirgaf enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United í nóvember síðastliðnum. Samningi hans var rift þar eftir umdeilt viðtal sem hann fór í við Piers Morgan.
Just to put into context the quality of the Saudi League - our models rate it as worse than League One but better than League Two… https://t.co/qVmT76uT2Y
— Aurel Nazmiu (@AurelNz) January 3, 2023
Athugasemdir