Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mið 04. janúar 2023 21:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir að Hazard hafi ekki nennt að spila í gær
Mynd: EPA

Carmelo Mereciano leikmaður D-deildarliðsins Cacereno á Spáni gagnrýndi Eden Hazard leikmann Real Madrid fyrir frammistöðu Belgans gegn sínum mönnum í spænska bikarnum í gær.


Rodrygo var hetja Real í 1-0 sigri en Mereciano sagði eftir leikinn að Hazard hafi verið lítið að nenna því að spila þennan leik.

Carlo Ancelotti stjóri Real varði sinn mann og gagnrýndi vallaraðstæður.

„Mér leist vel á Hazard, það er erfitt að greina hvern og einn leikmann fyrir sig, það var ómögulegt að spila þarna. Þetta er erfiðara fyrir minni leikmenn eins og Hazard og Rodrygo en hann gerði sitt," sagði Ancelotti.


Athugasemdir
banner
banner