Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal er að reyna að kaupa Mykhaylo Mudryk frá Shakhtar Donetsk.
Um er að ræða kantmann sem bundnar eru miklar vonir við fyrir framtíðina. Hann hefur vakið mikla athygli með Shakhtar, og þá sérstaklega í Meistaradeildinni.
Um er að ræða kantmann sem bundnar eru miklar vonir við fyrir framtíðina. Hann hefur vakið mikla athygli með Shakhtar, og þá sérstaklega í Meistaradeildinni.
Shakhtar hefur sett 100 milljón evra verðmiða á Mudryk og haggast ekki þótt ágætis tilboð séu að berast.
Síðasta tilboð Arsenal hljóðaði upp á allt að 70 milljónir evra en Shakhtar ætlar ekki að samþykkja það.
Sagt hefur verið að Chelsea ætli að blanda sér í baráttuna um Mudryk en leikmaðurinn mun ekki fara fyrr en 100 milljón evra tilboð berst. Það er allavega sú krafa sem Shakhtar er að setja fram núna.
Athugasemdir