Harry Kane er búinn að koma Tottenham í forystu gegn Crystal Palace strax í upphafi síðari hálfleiks.
Palace var betri aðilinn í fyrri hálfleik en náði ekki að nýta sér það og Kane hefur refsað Palace liðinu fyrir það.
Kane skallaði fyrirgjöf frá Ivan Perisic í netið af stuttu færi þegar þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.
Kane bætti öðru marki við á 54. mínútu eftir sendingu frá Bryan Gil en hann átti einnig stóran þátt í fyrra markinu.
Kane veit yfirleitt hvar markið er en hann hefur verið mjög skotviss í síðustu sex leikjum gegn Palace. Þar hefur hann skorað sjö mörk og lagt upp þrjú til viðbótar.
Palace 0-2 Tottenham:
Kane!!!
— GonçaloDias17 (@goncalo_diass17) January 4, 2023
Linda assistência do Bryan Gil. pic.twitter.com/yOSzV2Q8aA
Athugasemdir