Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mið 04. janúar 2023 23:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Son með afsökunarbeiðni: Liðið hefur búist við meiru af mér
Mynd: EPA

Heung Min-Son skoraði eitt mark í 4-0 sigri Tottenham gegn Crystal Palace í kvöld.


Son hefur verið langt frá sínu besta á þessari leiktíð en þetta var aðeins fjórða mark hans á leiktíðinni.

Fréttamaður Sky Sports sem ræddi við hann eftir leikinn sagði að það hafi verið gaman að sjá hann loksins brosa aftur því það væri komið langt síðan hann skoraði síðast.

„Það var kominn tími til. Ég vorkenndi liðinu því þeir bjuggust við meiru af mér. Ég vona að þetta séu tímamót og ég muni fá sjálfstraustið og fer að skora aftur," sagði Son.


Athugasemdir
banner
banner