Barcelona mætti með sterkt lið til leiks þegar liðið heimsótti CF Intercity í spænska konungsbikarnum í kvöld en liðið leikur í þriðju efstu deild.
Ronald Araujo kom Barcelona yfir strax á fjórðu mínútu og þá héldu kannski margir að þetta yrði auðvelt fyrir Barcelona.
Það var svo sannarlega ekki raunin, staðan var 1-0 í hálfleik en liðin buðu upp á veislu í síðari hálfleik og eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn 3-3.
Ansu Fati skoraði undir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar og það reyndist sigurmarkið.
Joao Felix var ekki með Atletico Madrid sem vann 2-0 sigur á Real Oviedo en hinn 19 ára gamli Pablo Barrios skoraði síðara markið.
Ein óvænt úrslit litu dagsins ljós þar sem Alaves lagði Valldolid en efstu deildarliðið varmanni færri nánast allan leikinn. Þá skoraði Marokkóinn Youssef En-Nesyri þrennu fyrir Sevilla í 5-0 sigri.
Linares Deportivo 0 - 5 Sevilla
0-1 Youssef En-Nesyri ('37 )
0-2 Youssef En-Nesyri ('40 )
0-3 Luciano Squadrone ('57 , sjálfsmark)
0-4 Erik Lamela ('69 )
0-5 Youssef En-Nesyri ('74 )
Rautt spjald: Sampaoli, Sevilla ('18)
Pontevedra 0 - 2 Mallorca
0-1 Abdon Prats ('97 )
0-2 Vedat Muriqi ('104 )
UD Logrones 0 - 1 Real Sociedad
0-1 Roberto Navarro ('33 )
Oviedo 0 - 2 Atletico Madrid
0-1 Marcos Llorente ('24 )
0-2 Pablo Barrios Rivas ('83 )
Alaves 1 - 0 Valladolid
1-0 Mamadou Sylla ('11 )
Rautt spjald: Zouhair Feddal, Valladolid ('5)
Intercity 3 - 4 Barcelona
0-1 Ronald Araujo ('4 )
1-1 Oriol Puig Soldevila ('59 )
1-2 Ousmane Dembele ('66 )
2-2 Oriol Puig Soldevila ('74 )
2-3 Raphinha ('77 )
3-3 Oriol Puig Soldevila ('86 )
3-4 Ansu Fati ('104 )