Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mið 04. janúar 2023 19:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Spennandi leikmenn fyrir framtíðina sem þurfa að spila núna"

Antonio Conte velur Oliver Skipp í byrjunarliðið í stað Yves Bissouma sem er í banni.


Conte hafði möguleikann á því að velja Pape Sarr en hann treysti á Skipp þar sem hann spilaði mikið á síðustu leiktíð og þekkir Pierre Emile-Hojbjerg vel.

„Þetta eru tveir spennandi leikmenn fyrir framtíðina sem þurfa að spila núna og hjálpa liðinu að ná í góð úrslit," sagði Conte fyrir leikinn gegn Crystal Palace í kvöld.

Skipp kom við sögu í 18 deildarleikjum á síðustu leiktíð og hefur þegar komið við sögu í sjö á þessari leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner