Stórstjarnan Lionel Messi sneri aftur til Paris Saint-Germain í dag eftir nokkuð langt frí.
Messi varð í síðasta mánuði heimsmeistari með argentínska landsliðinu í fyrsta sinn.
Hann er búinn að fá gott frí eftir heimsmeistaramótið en sneri til baka í dag. Það var vel tekið á mótinum á æfingasvæði Parísarfélagsins.
Leikmenn og starfsfólk félagsins stóð heiðursvörð fyrir Messi er hann gekk út á grasið á æfingasvæðinu. Var það gert til að sýna honum og afreki hans virðingu.
Messi, sem er 35 ára, var valinn besti leikmaður heimsmeistaramótsins en hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan.
The 2022 FIFA World Cup champion and GOAT Lionel Messi returns to PSG! ????????????
— FOX Soccer (@FOXSoccer) January 4, 2023
He was given a Guard of Honor by his teammates and club staff ????????
(Via @PSG_English) pic.twitter.com/t2j5DJuuzb
Athugasemdir