Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mið 04. janúar 2023 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stóðu heiðursvörð fyrir Messi er hann sneri aftur
Messi varð heimsmeistari í síðasta mánuði.
Messi varð heimsmeistari í síðasta mánuði.
Mynd: EPA
Stórstjarnan Lionel Messi sneri aftur til Paris Saint-Germain í dag eftir nokkuð langt frí.

Messi varð í síðasta mánuði heimsmeistari með argentínska landsliðinu í fyrsta sinn.

Hann er búinn að fá gott frí eftir heimsmeistaramótið en sneri til baka í dag. Það var vel tekið á mótinum á æfingasvæði Parísarfélagsins.

Leikmenn og starfsfólk félagsins stóð heiðursvörð fyrir Messi er hann gekk út á grasið á æfingasvæðinu. Var það gert til að sýna honum og afreki hans virðingu.

Messi, sem er 35 ára, var valinn besti leikmaður heimsmeistaramótsins en hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner