Forsætisráðherra Grænhöfðaeyja hefur tilkynnt að þjóðarleikvangurinn Estadio Nacional de Cabo Verde verði endurnefndur í höfuðið á Pele.
Þessi 15 þúsund manna leikvangur er staðsettur rétt fyrir utan höfuðborgina Praia og mun nú heita Pele leikvangurinn.
Þessi 15 þúsund manna leikvangur er staðsettur rétt fyrir utan höfuðborgina Praia og mun nú heita Pele leikvangurinn.
Þessi tilkynning kom eftir að Gianni Infantino, forseti FIFA, lagði til að hver einasta þjóð myndi nefna leikvang eftir fótboltagoðsögninni Pele sem lést rétt fyrir áramótin.
„Af virðingu við Pele höfum við ákveðið að taka frumkvæðið og endurnefna þjóðarleikvang okkar," segir Ulisses Correira e Silva en portúgalska er töluð á Grænhöfðaeyjum.
„Grænhöfðaeyjar og Brasilía hafa sögu og menningu sem hafa fylgst að, löndin eru systurlönd sem tengjast í gegnum tungumálið og ýmislegt annað."
Pele er talinn vera makrahæsti leikmaður sögunnar með 1.281 mark í 1.363 leikjum. Hann varð þrívegis heimsmeistari með Brasilíu.
Athugasemdir