Leicester hefur nú tapað þremur leikjum í röð en liðið tapaði gegn Fulham í gær.
Þrátt fyrir það hefur Youri Tielemans miðjumaður liðsins verið ánægður með frammistöðuna í leikjunum.
„Við bjuggum til nokkur færi sem við hefðum átt að skora úr. Við vorum mjög óheppnir, hefðum getað fengið stigin þrjú. Fyrir utan byrjunina spiluðum við vel. Við megum ekki gleyma okkur og láta tilfinningarnar bera okkur ofurliði. Með svona frammistöðu kemur þetta," sagði Tielemans.
„Við hefðum ekki átt að tapa síðustu tveimur leikjum. Það eru tveir frábærir bikarleikir framundan sem við getum vonandi gert eitthvað í og svo komum við með sjálfstraust til baka í úrvalsdeildina."
Athugasemdir