Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mið 04. janúar 2023 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Túfa sækir Hedlund frá Val til Öster (Staðfest)
Sebastian Hedlund.
Sebastian Hedlund.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænski varnarmaðurinn er farinn heim til Svíþjóðar eftir um fjögur ár hjá Val á Íslandi.

Hann er búinn að gera samning við Öster sem leikur í B-deildinni í Svíþjóð. Hjá Öster hittir hann þjálfara sem hann þekkir vel; Srdjan Tufegdzic, fyrrum aðstoðarþjálfara Vals.

Hedlund yfirgaf herbúðir Vals eftir síðustu leiktíð en alls lék hann 110 leiki fyrir Val og skoraði þrjú mörk.

Öster er með mikla Íslandstengingu en hjá félaginu spila Alex Þór Hauksson og Rúnar Þór Sigurgeirsson.

Öster hafnaði í fyrra í þriðja sæti sænsku B-deildarinnar en missti af sæti í sænsku úrvalsdeildinni þar sem liðið tapaði gegn Varberg í umspili.

Stefnan fyrir næstu leiktíð hlýtur að vera sett á að fara beinustu leið upp í deild þeirra bestu.
Athugasemdir
banner
banner