Króatíski landsliðsmaðurinn Miroslav Orsic hefur verið orðaður við Southampton á Englandi.
Orsic, sem er þrítugur, hefur leikið með Dinamo Zagreb í heimalandinu frá 2018 en þar áður lék hann í Asíu.
Orsic, sem er þrítugur, hefur leikið með Dinamo Zagreb í heimalandinu frá 2018 en þar áður lék hann í Asíu.
Orsic hefur skorað 91 mark í 214 leikjum með Dinamo en enskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að Orsic væri að nálgast Southampton.
Í dag segir króatíski fjölmiðillinn Germanijak að leikmaðurinn sé búinn að ná persónulegu samkomulagi við Southampton en félögin eru ekki búin að ná saman.
Forráðamenn Southampton funduðu lengi í Zagreb í gær en kollegar þeirra hjá Dinamo voru sagðir sjokkeraðir yfir lágu tilboði enska félagsins. Sagt er að tilboðið hafi hljóðað upp á um 5 milljónir evra.
Það er ekkert búið í þessu en Southampton þarf að hækka tilboð sitt um nokkrar milljónir. Orsic hefur einnig verið orðaður við Everton og Nottingham Forest í dag.
Athugasemdir