Birkir Bjarnason byrjaði á bekknum þegar Adana Demirspor fékk Istanbulspor í heimsókn í tyrknesku deildinni í kvöld.
Adana var marki yfir í hálfleik en það opnuðust allar flóðgáttir í þeim síðari.
Staðan var orðin 3-0 eftir 10 mínútna leik í síðari hálfleik og fjórða markið kom eftir rúmlega klukkutíma leik.
Birkir kom inn á á 79. mínútu og um leið kom fimmta markið og það sjötta fylgdi nokkrum mínútum síðar. 6-0 stórsigur niðurstaðan.
Adana er í 4. sæti deildarinnar eftir 16 leiki aðeins stigi á eftir Instabul Basaksehir sem tapaði stigum í kvöld. 2. og 3. sæti deildarinnar gefa þátttökurétt í Sambandsdeildinni.
Kvennalið Juventus vann fyrri leikinn í riðlakeppninni í ítalska bikarnum í dag en keppt er í átta, þriggja liða riðlum þar sem efsta liðið fer áfram í útsláttakeppni. Sara Björk Gunnarsdóttir er fjarverandi vegna meiðsla.