Sergio Aguero neyddist til að leggja skóna á hilluna fyrir rúmu ári síðan eftir að hafa greinst með hjartagalla.
Þetta gerðist aðeins örfáum mánuðum eftir að hann yfirgaf Manchester City til að spila fyrir Barcelona. Hann spilaði aðeins fjóra leiki á Spáni.
Aguero er ekki spenntur fyrir því að snúa sér að þjálfun ef marka má það sem hann sagði um Pep Guardiola sem hann vann með hjá City í fimm ár.
„Það er ekki auðvelt að vera þjálfari, sjáðu Pep, hann varð sköllóttur á því að hugsa svona mikið," sagði Aguero á Twitch rásinni sinni.
Athugasemdir