Beðið er eftir því að Chelsea staðfesti kaup á varnarmanninum Benoit Badiashile frá Mónakó en þessi 21 árs leikmaður hefur þegar staðist læknisskoðun hjá félaginu.
Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að búið sé að skrifa undir alla pappíra og kaupverðið sé um 34 milljónir punda.
Badiashile er miðvörður sem hefur leikið tvo landsleiki fyrir Frakkland.
Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að búið sé að skrifa undir alla pappíra og kaupverðið sé um 34 milljónir punda.
Badiashile er miðvörður sem hefur leikið tvo landsleiki fyrir Frakkland.
Hann á að baki 135 leiki fyrir aðallið Mónakó og hefur frammistaða hans með liðinu ekki farið framhjá neinum.
Þetta verða önnur kaup Chelsea í janúarglugganum á eftir David Datro Fofana, sem er mættur til félagsins frá Molde.
Athugasemdir