Miðvörðurinn Benoit Badiashile er formlega orðinn leikmaður Chelsea. Félagið var að staðfesta þetta.
Chelsea kaupir Badiashile fyrir 38 milljónir evra og skrifar hann undir samning sem gildir í sjö og hálft ár - hvorki meira né minna.
Badiashile er 21 árs miðvörður sem hefur leikið tvo A-landsleiki fyrir Frakkland.
Hann á að baki 135 leiki fyrir aðallið Mónakó og hefur frammistaða hans með liðinu ekki farið framhjá neinum.
„Ég er mjög ánægður að vera kominn til Chelsea. Ég er spenntur að byrja að spila fyrir þetta félag. Ég hlakka til að hitta stuðningsfólkið og að hefja leik í sterkustu deild í heiminum," segir Badiashile.
Þetta eru önnur kaup Chelsea í janúarglugganum á eftir David Datro Fofana, sem er mættur til félagsins frá Molde.
Chelsea er sem stendur í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið á erfiðan leik fyrir höndum í kvöld þegar Englandsmeistarar Manchester City koma í heimsókn.
Athugasemdir