Bernardo Silva leikmaður Manchester United hefur verið mikið orðaður við Barcelona undanfarin ár og hann hefur sjálfur talað um að vera opinn fyrir því að yfirgefa City.
„Ég er 28 ára og verð 29 ára í sumar. Ég á tvö ár eftir af samningnum hjá Man City. Ég ætla ekki að fela markmiðin mín á næstu árum, ef það kemur eitthvað spennandi upp mun ég sennielga fara," sagði Silva.
Joan Laporta forseti Barcelona segir þó að félagið sé ekki tilbúið að eyða hellings pening í portúgalska leikmanninn.
„VIð munum ekki eyða 80 milljónum Evra í Bernardo Silva frá Man City, það er klárt," sagði Lapoarta.
Silva er í byrjunarliði Manchester City sem er að spila gegn Chelsea á Brúnni þessa stundina.
Athugasemdir